Nafna mín og kollegi klukkaði mig, svo nú hefst "klukkið"
1) störf sem ég hef unnið um ævina:
Barnapössun, garðyrkjustörf og sjoppuafgreiðsla (sem unglingur), hjúkrunarfræðingur á slysadeild, blóðskilunardeild, öldrunardeild og skólahjúkrun. Í dag er ég skurðhjúkrunarfræðingur á LSH v/Hringbraut. Ég hef einnig verið að kenna aðeins t.d. í Slysavarnarskóla sjómanna.
2) uppáhalds kvikmyndir:
Stella í orlofi er aðal, get horft aftur og aftur á hana.
Pretty women
3) staðir sem ég búið á:
Laugarneshverfi, Norðurmýrin, Seltjarnarnes og Álftanes.
4) staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
þeir eru ansi margir og ekki hægt að telja þá alla upp, en fallegustu staðirnir eru í Suður - Ameríku, eins og Iguassu fossarnir, Rio Janerio, Buenos Aires, Uruguay og Amazon skógurinn, en langmesta upplifun "ever" var að fara í skóginn og gista þar. Svo koma staðir eins og Frankfurt (fer þangað árlega fyrir jólin), Prag, San Fransisco, Barcelona og Snæfellsnes. Ég hef komið til 18 landa sem ég man eftir, fyrir utan Íslandið góða.
5) sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Horfi mjög lítið á sjónvarp en Monk er skemmtilegastur og ég horfi stundum á bold and the beautiful.
6) netsíður sem ég skoða daglega:
mbl.is er eina síðan sem ég skoða daglega, en fer oft inná visir.is og google.is
7) matur sem mér finnst góður:
Allt grænmeti, sem er "svissað" á pönnu og gratinerar í ofni. Hafragrautur með rúsínum (er ég hallærisleg?) Eru kókosbollur matur?
8) uppáhalds bækur / blöð
Uppáhaldsbókin er Skyndibitar fyrir sálina - bók sem allir ættu að lesa, þvílík snilld. Svo les ég glæpasögur eftir Tess Geritsen og Patriciu Cornwell, jú og James Patterson.
9) staðir sem ég vildi vera stödd á núna:
það er bara gott að vera á Álftanesinu, en ég væri alveg til í að vera í Buenos Aires.
10) bloggarar sem ég vil klukka:
klukka 3 kollega: Hólmdísi, Lilju og Guðrúnu Jónu
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 10. september 2008 (breytt kl. 22:41) | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segi ekki annað en að þú hafir komið víða við.
Hafðu það gott í dag sæta.
Tína, 11.9.2008 kl. 06:48
það er búið að klukka mig.................svo langar mig til Suður Ameríku
Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 11:56
Flott klukk, vinkona.
Asskotinn...ég gleymdi alveg kókósbollunum...þær eru bara æði.
Sigríður Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 17:18
Tína: já ég er búin að koma víða, enda hef ég farið erlendis a.m.k. tvisvar á ári.
Hólmdís: Suður-Ameríka er rosalega falleg en það getur verið erfitt að ferðast þar, Brasilíubúar tala t.d. portúgölsku og enga ensku. Sá klukkið þitt - mundi þá eftir Puerto Rico ferðinni - bara gaman.
Sigríður: hvernig er hægt að gleyma kókosbollum?
Sigrún Óskars, 11.9.2008 kl. 22:00
Okey, Sigrún, takk fyrir klukkið og ég skal svara því á morgun..... er pínu tímabundin núna og á algerri hraðferð gegnum bloggvini.
Annars klukkaði Hólmdís mig um daginn en....hehe, ég er svo vitlaus að ég vissi ekki hvað það þýðir að vera klukkuð, svo ég var ekki búin að gera neitt í "málinu". Má maður ekki vera klukkaður af tveimur og svara klukki beggja í einu???
Skemmtilegt að lesa um þína viðkomustaði á ævinni
Lilja G. Bolladóttir, 14.9.2008 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.