Linsu-tilraunir og myndir úr hringferðinni með feðgunum!

við öll að hvíla okkur eftir gönguna, með Fláajökul í bakgrunniBúin að setja inn nokkrar myndir úr hringferðinni.

Þegar ég pantaði augnlinsurnar mínar síðast, þá pantaði ég einn pakka af "daufari"linsum og er að gera tilraun á sjálfri mér. Ég nota -3,25 á báðum augum og svo þarf ég lesgleraugu sem eru +2.0. Daufari linsurnar eru -1.25 og hef ég svoleiðis í öðru auganu og -3,25 í hinu. Þá þarf ég ekki lesgleraugu og finnst þetta bara frábært. Þarf því að panta meira af þessum daufari frá Sam frænda (USA). Þar eru augnlinsur mikið ódýrari en hér á Íslandi, enda skil ég ekki álagninguna á sumum vöruflokkum hér á landi. Fyrir utan lúxus-skattinn sem ég þarf að borga af linsunum (og gleraugum og heyrnartækjum), sem ég get endalaust talað um.

Talandi um heyrnartæki, þá ætla ég að kaupa mér nýtt og nýmóðins tæki núna í haust. Þegar ég sýndi feðgunum svona tæki (kona á næsta borði, sem var með svona tæki), þá fannst  þeim mitt geta farið á þjóðminjasafnið. Þessi nýju tæki eru með systemi sem gerir það að verkum að ég get hlustað á Ipod í gegnum tækið. Yrði bara geggjað að hlusta á musik í báðum eyrum þegar maður gengur hér um Álftanesið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Fínar myndirnar...já ég hef oft verið að spá í linsur..en ég veit ekki hvort ég geti það...þar sem ég er fjarsýn á öðru og nærsýn á hinu og með sjónskekkju og bla...en það kemur bara í ljós.. hehehe...

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 7.8.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Aprílrós

Guðrún, ! þá notarðu bara sitthvorn stirkleikann á linsum sem sé við nær og fjærsýnu.

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 7.8.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband