Það er allt orðið svo þurrt, það bráðvantaði almennilega rigningu. Ég er búin að vera skítug upp að olbogum í beðunum mínum, liggjandi á fjórum fótum að plokka arfa (hlýt að fá kúlurass). Þetta "fíla ég í botn". Í vor setti ég hrossatað í beðin, svo allur þessi arfi kemur ekki á óvart. Enda hvað er betra en að liggja í kyrrðinni hér á norðurnesinu (á Álftanesi) og plokka upp arfa - ég bara spyr. Get ekki hugsað mér að setja eitur í jarðveginn, eitur sem drepur kannski ormana mína og margfætlurnar. Ligg bara á fjórum og fæ kúlurass í verðlaun. Þegar ég verð gömul þá fæ ég mér garðyrkjumann með kúlurass til að vinna þessi verk fyrir mig - þá er eins gott að hafa góða sjón .
Nú er bara að liggja í sófanum (ekki samt á fjórum) með góða bók, kókosbollu og njóta lífsins.
Góða helgi.
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 83395
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er algjörlega sammála þér um rigninguna, ekki veitti okkur af henni, gróðurinn skrælnaður og tíðar ferðir út með vatnskönnuna.
Ég tel þig afar lánsama með staðsetningu á búsetu þinni, yndislegt á Álftanesinu (að pólitíkinni undanskilinni
). Það er flott að fá kúlurass og þess virði því fátt jafnast á við að moldvarpast í garðinum. Ég er ekki viss um að þú fáir þér garðyrkjumann í ellinni svo fremi sem þú hafir heilsu til að sinna henni sjálf.
Njóttu helgarinnar og kókosbollunnar, minnir mig á æskuárin í Garðabænum þegar kókosbolluverksmiðja var staðsett í Fitjunum. Át yfir mig á þeim árum og drakk kók úr flösku með, hef ekki getað bragðað hvorugt í áraraðir.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:54
Ég elska að moldvarpast. Og rigningin var kærkomin fyrir gróðurinn en viltu ekki skrúfa fyrir núna? Góða helgi.
Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 18:12
Rigningin er nauðsynleg og góð með í hófi.
mmmmm kókosbollur, ég læt það eftir mér 2 sinnum á ári að kaupa mér kókosbollu-pakkningu í Bónus og borða þær allar sjálf, fel þær fyrir öðrum eins og sjóræningi gullið sitt.
Njóttu og góða helgi ;) kann ekki að setja inn þessa gulu broskalla hér í commentin.
Kveðja Guðrún
Aprílrós, 12.7.2008 kl. 21:29
Knús á kókosbolluna þína dúllan mín!
Tiger, 13.7.2008 kl. 01:39
Já það er satt, ekki veitti af rigningunni, allt að skrælna bara...
En ég vil helst fá sólina á föstud næsta og hafa hana yfir helgina...
það væri mjög ljúft...
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 13.7.2008 kl. 17:49
Hmmmm... þú virðist vera með góð sambönd við veðurguðina, Sigrún....kannski hægt að biðja þig að panta sólina fyrir mann í sumarbústaðinn
.
Kveðja Sigga.
Sigríður Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.