Það var ég sem pantaði rigningu....

Það er allt orðið svo þurrt, það bráðvantaði almennilega rigningu. Ég er búin að vera skítug upp að olbogum í beðunum mínum, liggjandi á fjórum fótum að plokka arfa (hlýt að fá kúlurass). Þetta "fíla ég í botn".  Í vor setti ég hrossatað í beðin, svo allur þessi arfi kemur ekki á óvart. Enda hvað er betra en að liggja í kyrrðinni hér á norðurnesinu (á Álftanesi) og plokka upp arfa - ég bara spyr. Get ekki hugsað mér að setja eitur í jarðveginn, eitur sem drepur kannski ormana mína og margfætlurnar. Ligg bara á fjórum og fæ kúlurass í verðlaun.  Þegar ég verð gömul þá fæ ég mér garðyrkjumann með kúlurass til að vinna þessi verk fyrir mig - þá er eins gott að hafa góða sjón Cool.

Nú er bara að liggja í sófanum (ekki samt á fjórum) með góða bók, kókosbollu og njóta lífsins.

Góða helgi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er algjörlega sammála þér um rigninguna, ekki veitti okkur af henni, gróðurinn skrælnaður og tíðar ferðir út með vatnskönnuna.

Ég tel þig afar lánsama með staðsetningu á búsetu þinni, yndislegt á Álftanesinu (að pólitíkinni undanskilinni). Það er flott að fá kúlurass og þess virði því fátt jafnast á við að moldvarpast í garðinum. Ég er ekki viss um að þú fáir þér garðyrkjumann í ellinni svo fremi sem þú hafir heilsu til að sinna henni sjálf.

Njóttu helgarinnar og kókosbollunnar, minnir mig á æskuárin í Garðabænum þegar kókosbolluverksmiðja var staðsett í Fitjunum. Át yfir mig á þeim árum og drakk kók úr flösku með, hef ekki getað bragðað hvorugt í áraraðir.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég elska að moldvarpast. Og rigningin var kærkomin fyrir gróðurinn en viltu ekki skrúfa fyrir núna? Góða helgi.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Aprílrós

Rigningin er nauðsynleg og góð með í hófi.

mmmmm kókosbollur, ég læt það eftir mér 2 sinnum á ári að kaupa mér kókosbollu-pakkningu í Bónus og borða þær allar sjálf, fel þær fyrir öðrum eins og sjóræningi gullið sitt.

Njóttu og góða helgi ;) kann ekki að setja inn þessa gulu broskalla hér í commentin.

Kveðja Guðrún

Aprílrós, 12.7.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. þú ert með flottar hugmyndir sko - til að fá kúlurass. Ég er með smá kúlubossa og er ágætur í graðinum - ég skal kúlurassast fyrir þig og reita arfa...

Knús á kókosbolluna þína dúllan mín!

Tiger, 13.7.2008 kl. 01:39

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já það er satt, ekki veitti af rigningunni, allt að skrælna bara... En ég vil helst fá sólina á föstud næsta og hafa hana yfir helgina... það væri mjög ljúft... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 13.7.2008 kl. 17:49

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hmmmm... þú virðist vera með góð sambönd við veðurguðina, Sigrún....kannski hægt að biðja þig að panta sólina fyrir mann í sumarbústaðinn.

  Kveðja Sigga.

Sigríður Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband