Hef bara ekkert verið í tölvunni....

....nema ég kíki á póstinn minn. Það er Gígjan og Flakkarinn sem gætu verið með spennandi póst. Flakkarinn er í Víetnam þessa daganna (sjá heimasíðuna hennar til hægri). Rosalega hlakka ég til að knúsa hana þegar hún kemur heim - núna í sumar.

Annars er ég bara útí garði að dúlla mér - þar eru óþrjótandi verkefni, enda garðurinn þúsund fermetrar. En þetta er ekki bara dúll, ég á fullt í fangi með erfiðu garðverkin - hef t.d. komist að því að sögin sem ég klippi hekkið með þyngist með hverju árinu. Það endar með því að ég fæ mér svartan vöðvastæltan garðyrkjumann til að hjálpa mér. Strax farin að hlakka til!

Best fara bloggvina-hring, hef ekki gert það í langan tíma. Sjáumst þar Smile

ps. ég fer í svettið 29. júní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gangi þér vel í garðinum......garðurinn hér er gríðarstór

Hólmdís Hjartardóttir, 22.6.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk Hólmdís - sömuleiðis.

Sigrún Óskars, 22.6.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Tiger

Já, það þarf víst að sinna garðinum vel ef ekki á allt að fara í órækt. Fátt eins óaðlaðandi eins og stór og skemmtilegur garður - ef hann er allur í órækt. Heilmikil vinna að eiga stóran garð..

Knús á þig Sigrún mín og eigðu ljúfa viku framundan..

Tiger, 23.6.2008 kl. 03:56

4 Smámynd: Ragnheiður

Aha..lánaðu mér þennan garðyrkumann svo þegar þú ert búin að slíta honum út  En ég er löngu farin að skammast mín fyrir minn garð, ég geri ekkert....nákvæmlega ekkert í honum. Sit ekki einusinni í garðinum.

Mig vantar eins og 4 tíma í sólarhringinn til að ná að framkvæma allt...

best að kíkja á flakkarann, mér finnst þrælgaman að fylgjast með henni

Takk fyrir þína hjálp

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 04:37

5 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Mikið væri ég nú alveg til í að eiga garð

Þórhildur Daðadóttir, 23.6.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Ragnheiður

Var að senda þér póst ..kíktu á það

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband