Burt með draslið!

fyrir og eftirBókin "Burt með draslið" er algjör snilld fyrir fólk eins og mig. Ég á svo erfitt með að henda og láta frá mér dót en eftir lestur bókarinnar þá er allt auðveldara. Maður verður að vísu að lesa bókina reglulega til að minna sig á. Nú er ég einmitt að lesa bókina og hef farið hamförum - hent og gefið. Tók t.d. til í kringum tölvuna mína í gær, henti alls konar pappírsdrasli, hjúkrunargreinar sem ég á aldrei eftir að lesa aftur og flokkaði þær sem ég vil geyma. Svo tók ég myndir fyrir og eftir. Í dag fór ég í prjónakörfurnar mínar og tók allskonar garnafganga og henti og setti heilar dokkur í poka, sem ég er að hugsa um að gefa t.d. á Hrafnistu. Einnig fór ég í gegnum sjúkratöskuna, var með plástra og sjúkradót út um allt hús - viti menn - nú er allt á einum stað.

Lífið snýst ekki um að hafa og fá, heldur að vera og gera.

Á þessum spakmælum byrjar bókin. Svo held ég bara áfram að lesa og henda og gefa dót sem er annaðhvort ónýtt eða ég þarf ekki á að halda lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Með því að minnka draslið í kringum sig verður lífið léttara

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Ragnheiður

Já ég þarf að fara að gera svona líka, það er ljóst. Aðallega er skúrinn slæmur, þar var öllu hent inn í fyrra og enginn dugur verið í neinum að laga það fram að þessu. En nú er ég búin að vera dugleg undanfarið og er byrjuð á hreingerningum fyrir vorið.

Knús

Ef hún Alda mín kemur í þínar hendur í vikunni þá veit ég að vel verður um hana hugsað.

Ragnheiður , 18.5.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Tiger

  Uss maður er stundum hálfgerður sjóræningi og sem slíkur með allt á rúfi og stúfi í kringum mig.. en bara í kringum tölvuna sko. Vill safnast svo mikið þar helst. Knús á þig Sigrún mín og eigðu ljúfa viku framundan.

Tiger, 19.5.2008 kl. 03:16

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hmmmmm...ætti kannski að fá lánaða hjá þér bókina....svona eftir dótaríinu í kringum mína tölvu að dæma.

  Flott hjá þér, Sigrún.

Sigríður Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 21:49

5 identicon

Ég er draslasafnari af verstu gerð. Mín versta martröð er að ég er svo smeykur við að henda einhverju því að e.tv kannnski einhvertíma gæti ég haft not fyrir það. Ég hefði því mjög gott að lestur þessarar bókar. Gætir þú sagt mér kæra Sigrún hvar get ég fengið eintak af þessari bók? 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:32

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Er þetta bókin sem var auglýst í þætti Opruh? Allavega kom þangað maður um daginn, með alls kyns góð ráð fyrir fólk, sem aldrei hendir neinu. Geymir allt mögulegt drasl af því að það innst inni trúir því, að það muni gagnast þeim seinna. Þar til draslið étur fólkið. .....kannast sko við svona áráttu. En anyway, þessi maður sagði, aldrei bera neitt inn á heimilið, nema að bera eitthvað annað út á móti. Aldrei geyma eitthvað, nema henda einhverju öðru í staðinn. Annars endar þú á ruslahaugi.

Held þetta sé satt og rétt..... gangi mér vel að lifa eftir því þó....

Lilja G. Bolladóttir, 29.5.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband