Vá! það hlýtur að vera tímafrekt að vera ég.........

...........allavega hef ég ekki gefið mér tíma til að blogga eða lesa bloggvinablogg. Búin að missa af öllu. En by the way ég er að pakka því á morgun flýg ég til Boston, gisti þar eina nótt og held áfram til Philadelphiu í USA. Verð í rúma viku í heimsókn hjá Bush. Aðallega verð ég á skurðþingi, sem fjallar um "scopiskar aðgerðir", sem sagt aðgerðir sem gerðar eru í speglun. Þetta verður bara spennandi, skemmtilegur ferðafélagi og flott hótel með sundlaug og alles. Það er líka skemmtilegt að fá þrif daglega, hendi bara handklæðinu á gólfið og fæ nýtt - þetta kallast húsmæðraorlof - tilbúin morgunmatur og ekkert uppvask. Eitthvað skoðar maður í búðarglugga (innanfrá) og verslar kannski eitthvað smá.

Jæja allir saman - hafið það gott á meðan ég hef það gott! Knús á línuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Have a nice trip.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.4.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Tiger

  Góða ferð ljúfan og ég bið að heilsa Bush... ekki gefa honum samt knús frá mér - knúsið er handa þér ljósið mitt!

Tiger, 7.4.2008 kl. 01:32

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Góða ferð og skemmtun!! Taktu nú einhvern fróðleik með þér heim handa okkur hinum, en umfram allt ekki sleppa því að svamla í sundlauginni og versla!!

Lilja G. Bolladóttir, 7.4.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Góða ferð.

Sigríður Sigurðardóttir, 11.4.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband