Langur og góður dagur hjá mér.

Gerði bara helling í góða veðrinu; fór út að klippa stóru trén, hitti tjaldinn niður í fjöru (annar uppáhalds fuglinn minn), labbaði móann þveran og endilangann til að leita af hjólbörunum mínum sem fuku í óveðrinu í vetur, var að vona að þær væru í einhverjum skurðinum, sat úti og prjónaði, eldaði góðan mat og horfði á Dís á stöð2. 

Ég sá Dís í bíó hérna um árið og hún er þvílík snilld þessi mynd. Persónurnar eru svo sannfærandi og margar góðar setningar sem sitja eftir. Svo er boðskapur í myndinni, sem á erindi til allra. Meira að segja feðgarnir voru ánægðir með myndina (samt voru engar byssur).

Vona bara að  allir hafi það gott eins og ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég veit ekki hvort Keli er góður í að finna hjólbörur...

Ég labbaði þarna meðfram Jörfavegi í dag með 8 hundalappir og 2 kallalappir og svo auðvitað mínar

Ragnheiður , 21.3.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleðilega páska

Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Oh, já, það var æðislegt veður á föstudaginn, við vorum samt bara að taka því rólega fram eftir degi. Fór svo út um miðjan daginn í pilsi og þunnri kápu, sem var hæfilegt á þeim tíma dagsins, en þegar við mæðgin ætluðum að halda heim á leið kl. 22 um kvöldið, var sko skííítkaaalt..... það er ekki komið vor ennþá, en styttist vonandi í það!!

Lilja G. Bolladóttir, 27.3.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband