Mannauðsmál á LSH.....

Í 24 stundum var fyrirsögnin: Heimta aukavinnu. Þar er átt við skurðhjúkrunarfræðinga á LSH og sagt frá því að þessi stétt hefði sagt upp í stórum stíl. 24 stundir talaði við yfirmann mannauðsmála og ég vona að blaðamaður hafi eitthvað misskilið, nema mannauðsmálin gangi út á það að fara með staðlausar staðreyndir um blessaðan mannauðinn. Og þar sem ég er skurðhjúkrunarfræðingur á LSH þá veit ég að þessi frétt er ekki rétt. Mér var sagt upp hluta af ráðingarsamningnum mínum og ég get ekki unað breytingum sem á að gera á vinnutíma mínum. Grundvallarbreytingar sem ganga út á það að ég vinni fasta vinnu um helgar og á rauðum dögum í stað þess að taka bakvaktir og vera heima á milli aðgerða. Þess utan á að bæta við starfssvið mitt, eins og ég hef sagt áður þá á ég að vinna meira fyrir minni pening. Það á líka að skerða þjónustuna á skurðstofunni að mínu mati og þetta sætti ég mig ekki við. Rúsínan í pylsuendanum er að fá útlenskan mannauð til starfa, sem verður kannski viðráðanlegri en ég.

Kannski er ég að misskilja orðið mannauður - það þýðir kannski að ná sem mestum auði út úr starfsfólkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Blessuð. Ég sá þessa frétt á netinu í morgun og sá komment frá einhverjum Óskari um frekju hjúkrunarfræðinga.....ætla að reyna að finna það . 

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Ragnheiður

Gott að fá svona undarlegar fréttir leiðréttar. Kær kveðja úr hinu húsinu

Ragnheiður , 12.3.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Farðu inn á blogg Emmu Vilhjálmsdóttur og lestu ; Verrst farið með þá sem vinna mest..........og kommentin

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 21:15

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Hólmdís, ég er búin að sjá þetta, ekki orð á þetta eyðandi.

Sigrún Óskars, 12.3.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég held að þannig skilji stjórnendur þessa blessaða sjúkrahúss sem við báðar vinnum fyrir, orðið mannauð. Nefninlega, að blóðmjólka sem flesta og helst ef þeir skilja ekki hvað er í gangi, þá gengur stjórnendunum vel. Ég veit þú veist hvað ég meina, enda hef ég farið mörgum orðum um LSH á mínu bloggi...

Ég er eitt baráttumerki fyrir ykkar hönd og læt aldrei vera að láta í mér heyra á mínum vinnustað (slysó), og þar eigið þið okkar stuðning 100%.

Ekki gefast upp!! Hér gildir ekki, if you cant beat them, join them. Farið þá bara og látið þetta auma lið sitja í súpunni sem þið skiljið eftir - ég held að þið hafið fullan stuðning og skilning meirihluta starfsfólks á LSH, a.m.k. þar sem ég kem, og ég kem mjög víða við á mínum aukavöktum!

Lilja G. Bolladóttir, 19.3.2008 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband