Maður þarf bara að keyra í korter.....

......þá er maður kominn útúr öllum skarkala og er einn í heiminum. Við fórum að Kleifarvatni í sólinni í gær, sem er með fallegri stöðum á landinu og algjört uppáhalds. Höfðum með okkur nesti og alles og settumst við borðstofuborð - þurftum bara að bursta snjónum ofan af því fyrst.  Krísuvík er líka uppáhalds, heitir hverir og snjór í kring - þetta eru svo miklar andstæður og bara fallegt.

Mér finnst svo gaman að fara í dagsferðir með nesti.  

_skissa_gestir_canon_img_2272.jpg

burstað af borðstofuborðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er bara nauðsynlegt að komast út í náttúruna í ró og frið.  Og afstressast.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.3.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Tiger

 Snowstorm Já Sigrún, svona dagsferðir út í fallegt og ómengað fannhvítt landið er æði með nesti og nýja skó, eða skíði. Og það er sko satt, það þarf ekki að fara langt til að geta notið dýrðarinnar.





Tiger, 9.3.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband