Ég útskrifaðist á laugardaginn....

....frá Háskóla Íslands, lauk sem sagt diplómanámi í skurðhjúkrun, sem er 30 eininga framhaldsnám. Þvílíkur léttir að vera búin, komin með skjalið í hendurnar. Ég var síðasti neminn að útskrifast þennan dag, hjúkrunardeildin er yngsta deildin og er því síðust í röðinni og ég var síðust í stafrófinu - allt í einu var ég bara ein á sviðinu í Háskólabíó, fannst ég eiga sviðið - Smile

Nú getur maður sinnt öðrum störfum, sem hafa verið settir á "hold". T.d. Gígjan, sem er landsamband íslenskra kvennakóra, þar er fullt að gerast og fullt framundan. Get nú einbeitt mér að þeirri vinnu. Alla vega kemur mér ekki til með að leiðast, þótt ritgerðir og skólabókalestur sé ekki með í myndinni lengur. Svo á ég mjög gott með að gera ekki neitt - bara njóta augnabliksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Vá ! Innilega til hamingju með útskriftina...

Ragnheiður , 25.2.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Söngfuglinn

Til hamingju með útskriftina. Nú getur þú einbeitt þér að söngnum af hjartans list. Aldrei að vita nema maður reki í þig augun á kvennakóramótinu á Höfn í vor.

Söngfuglinn, 25.2.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk stelpur.

Söngfugl, við hittumst á Hornafirði!

Sigrún Óskars, 25.2.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Tiger

  Frábært hjá þér Sigrún. Til hamingju með árangurinn og útskriftina. Alltaf gott þegar maður hefur lagt eitthvað að baki sér.

  Gangi þér vel með söngfuglum Gígjunnar..

Tiger, 26.2.2008 kl. 02:05

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún til hamingju

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2008 kl. 06:44

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hæ Sigrún "kollegi", til hamingju með áfangann! Það er alltaf gaman í skóla og gaman að bæta við sig og þjálfa heilann  ég er líka búin að vera í þessu undanfarin misseri.

Var að bjóða þér bloggvinskap, ætlaði að gera það fyrir löngu.... en vona að þú samþykkir!

B.kv. Lilja

Lilja G. Bolladóttir, 26.2.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband