Ég á alltof mikið af fötum!!

Þar sem ég var að klára lopapeysuna loksins þá ákvað ég að kaupa mér garn í vesti. Já hvernig vesti vantar mig? Fór inní skáp að gá og komst að því að ég á 15 vesti fyrir utan leðurvestið gamla sem ég fer aldrei í. Mig vantar sem sagt ekki vesti. En fór samt í Hannyrðaverslunina á Garðatorgi, sem er besta garnabúðin í heimi og keypti garn í peysu. Maður getur alltaf á sig peysu bætt. Nenni ekki að telja peysurnar mínar. Það er bara svo gaman að prjóna og skemmtilegast er að búa til munstur og finna út hvernig peysan á að vera.

Þetta er náttúrulega ekki eðlilegt að eiga svona mikið af fötum. Fötin mín gætu dugað þremur konum, samt má engu henda. Ég á nú samt bókina sem kennir manni að henda og láta frá sér hluti, ætti kannski að lesa yfir hana aftur.Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nu vari eg til i ad fa lopapeysuna tina

Hólmdís Hjartardóttir, 14.2.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Tiger

Úff, ég er sko sammála þér Sigrún með að sumu er bara alls ekki hægt að henda út - jafnvel ekki þó maður sé löngu hættur að nota það. Ég verð að viðurkenna að ég er óforbetranlegur fatasafnari og á ég t.d. örugglega 70 boli af öllum gerðum og merkjum - minnst 40 gallabuxur og slatta af öðrum buxum - svo ég tali ekki um bæði sokka og boxera sko ...

Ég var að taka til um daginn í bolunum mínum, kom heim eftir ferð erlendis þar sem ég keypti 15 nýja boli og 3 nýjar buxur sem og úlpu og fleira. Nú er svona plastkassi undir rúminu mínu fullur af bolum sem ég hef ekki farið í - í langan tíma og þar eru líka minnst fjórir sem ég hef bara aldrei farið í... en að henda þessu - aldrei. Er þó að pæla í því að reyna að gefa einhverjum vinum eða ættingum þetta því alls staðar eru not fyrir góðar flíkur sem ekkert sést á.

Kannski ég ætti líka að lesa þessa bók sem kennir manni að henda og láta frá sér hluti - væri örugglega gott fyrir mig að gera það.

Þú ert dugleg að nenna að prjóna því flestir eru hættir slíku og kaupa allt tilbúið..

P.s. fannst frábær sagan í síðustu færslu hjá þér - dæmisagan - segir svo endalaust margt um lífsgæðakapphlaupið sem er að gera útaf við allt og alla...

  

Tiger, 15.2.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband