Ekki versla á Íslandi........

Á visir.is er skemmtileg lesning eftir Írisi Erlingsdóttir sem skrifar um reynslu sína af verslun á Íslandi. Mjög sönn lesning og fyndin - er skemmtilegur penni hún Íris.

http://visir.is/article/20080113/SKODANIR/80113003

Þetta er satt hjá henni að álagning er óheyrileg hér á landi og ættum við að rísa á fætur og mótmæla. Það er bara engin neytenda-menning á Íslandi, við látum allt yfir okkur ganga. Álagning á augnlinsur er t.d. mjög mikil. Mánaðarskammtur af dagslinsum  (einnota linsum) eins og ég nota kostar 4500 hér á landi en pantaðar frá Bandaríkjunum í gegnum internetið kosta þær 2300 á mánuði með lúxus-skattinum 24,5 %.  Það munar helming. Hvarflar ekki að mér að versla þær hérna heima, fer bara á www.lens.com. Þetta er bara eitt lítið dæmi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Sigrún, góð grein hjá Írisi

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband