Færsluflokkur: Sjónvarp

Ég ætla að segja upp RÚV - tek ekki þátt í þessari vitleysu

Mér finnst RÚV fara yfir strikið með því að nota plús-rásina sem íþróttarás. Nei takk segi ég, enda horfi ég ekki á fótbolta. Hvað ætli mörg prósent þjóðarinnar horfi á fótboltann? Eru það nægilega margir til að réttlæta það að RÚV er undirlagt af fótbolta þessa daganna. Dropinn sem fyllir mælinn er að nota plús rásina líka, þeir geta ekki valið á milli leikja til að sýna beint, þá er bara plúsinn orðin íþróttarás.

Ég er á móti því að hafa ríkis-rás sem er í samkeppni við aðrar stöðvar, sem er ekki sanngjörn samkeppni, því við sem eigum sjónvarp erum skildug til að kaupa RÚV. Þetta væri eins og allir sem eiga póstkassa eða bréfalúgu væru skyldugir að kaupa ríkis-blaðið.

Á morgun hringi ég og segi upp áskrift af Ríkissjónvarpinu, tek ekki þátt í þessari vitleysu meir!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband