Færsluflokkur: Kjaramál

stofnanasamningur er röðun í launaflokka......

Hjúkrunarfræðingum á LSH er raðað í launaflokka 1 til 8 en alls eru launaflokkarnir 18.

Hjúkrunarfræðingur sem er með háskólapróf, 2ja ára framhaldsnám í Háskóla og 30 ára starfsreynslu er boðið 378.000 kr. á mánuði fyrir 100% vinnu á LSH. 

Eru það raunhæf laun?


mbl.is Enginn fundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru byrjunarlaun presta virkilega 230.000 kr hærri en leikskólakennara?

 

ég held að það þurfi að taka til í launamálum hjá "ríkinu" ef þetta er satt. 

ég er ekki að segja að laun presta séu of há, en af hverju er ekki sömu laun fyrir svipað nám.

ég er t.d. með framhaldsnám í Háskóla og 29 ára starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur og mín laun eru langt fyrir neðan byrjunarlaun presta.

ég trúi þessu bara ekki - trúið þið þessu??

 

 

Byrjunarlaun sjúkraliða 214.000
Byrjunarlaun lögreglumanna 220.00
Byrjunalaun slökkviliðsmanna 243.000
Byrjunarlaun leikskólakennara 247.000
Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga 250. 000
Byrjunarlaun presta 474.000


mbl.is Ekki deilt um framkvæmdina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

atvinnulausir og ellilífeyrisþegar borga það sama - en þeir sem fá minni laun en atvinnulausir - vinna á lágmarkslaunum ??

Þetta er algjört óréttlæti !! Ég er að tala um lágmarkslaun sem sumir þurfa að þiggja, en væru betur settir á atvinnuleysisbótum.

Ég er ekki á móti atvinnuleysisbótum - langt frá því, en það er eitthvað að þegar maður "hefur það betra" á bótum en að vinna.

Lyfjakostnaður er eitthvað sem ég legg ekki í að ræða, man bara fyrir nokkrum árum þegar TR (Tryggingastofnun Ríkisins) borgaði blóðþrýstingslyfin, þá kostuðu þau mörgum sinnum það sem þau kosta núna. S.s ef TR tekur þátt í kostnaði þá kosta lyfin meira en annars - þetta er staðreynd.


mbl.is Sparnaður vegna lyfja um 1,6 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband