Færsluflokkur: Tölvur og tækni

App fyrir ferðamenn

Þvílík snilld sem þetta snjallsíma-forrit er og ættu allir sem ganga á fjöll að ná sér í svona. 

Þetta er ókeypis og það er auðvelt að sækja þetta:

http://www.112.is/forsidu-frettir/nr/551

Mínir menn er með þetta í sínum símum - en þar sem þeir eru "tækjaóðir" menn þá eru þeir líka með GPS tæki, svo ég er nokkurn vegin örugg með þá Smile

 

Góða helgi alle sammen Grin


sími er ekki sama og sími.....

Ég er búin að eiga "venjulegan" síma sem er bara sími; ekki myndavél, ekki GPS tæki, ekki útvarp ... og svo videre. Þar til ég fékk nýja símann, sem er með ÖLLU og meira til.

En hann fer svo í taugarnar á mér að það hálfa væri hellingur Tounge.

Sonur minn á eins síma og hann er draumur í dós ( eins og sonurinn). Hann getur stillt sinn síma á GPS eitthvað og þá mælir síminn vegalengdina sem maður labbar, segir manni tímann og meðalhraða og alles. 

Minn sími gerir þetta ekki eins auðveldlega - þetta er samt sama sort Nokia eitthvað voða fínt. 

Það tók steininn úr í dag þegar ég ætlaði að mæla vegalengdina frá hliðinu hjá Seilu og heim, ég veit svo sem að þetta eru 2 km en langaði allt í einu að sjá það. Þá DÓ síminn - þetta var to much fyrir hann. Síminn lifnaði að vísu við þegar ég kom heim (því miður). Þetta er of dýr og fínn sími til að henda honum - ætli hann endi bara ekki hjá þeim fimmtuga - hann á gamlan síma.

Með öðrum orðum - ég vil bara síma sem er bara sími Cool svo er ég bara með iPodinn minn og þarf ekkert að vera nota GPS. Fer bara inná kortavefinn hjá www.ja.is og mæli það sem ég þarf að mæla.

Eigið góða viku Heart


þarf Lögreglan ekki að sanna brot mitt .........

.... til að geta sektað mig ?? eða eru það bara orð gegn orði ??

Kvöld eitt í apríl var ég á rauðu ljósi á Laugarvegi í bíl mínum og hélt á símanum mínum. Lögreglan stoppaði mig og sagði mig hafa verið að tala í símann undir stýri "beint fyrir framan nefið á þeim" (orðrétt eftir þeim haft). 

Þrír lögreglumenn létum mig leggja bíl mínum og tóku mig með sér í sinn bíl og lásu mér pistilinn. Ég sagði þeim að ég hafi ekki verið að tala í símann en þeir trúðu mér ekki.Skrifuðu þeir skýrsluna og létu mig skrifa undir. Tekið skal fram að ég var "nett" stressuð enda ekki vön að vera "hirt" af löggunni.

Það næsta sem ég veit er að í heimabankann minn kemur reikningur frá þeim, sem ég hef ekki borgað ennþá - örugglega dómsátt. Í gær fæ ég svo bréf frá þeim - einskonar ítrekun.

Samkvæmt Vodafon (símafyrirtækið mitt) hringdi ég ekkert á þessum tíma sem gefinn er upp í bréfinu en þótt við búum á tölvuöld þá get ég ekki fengið að vita hjá Vodafon hvort einhver hafi hringt í mig á þessum tíma - til að hafa sönnun á mínu máli gagnvart lögreglunni.

Getur lögreglan bara sektað mann án sannana? Þeir héldu eflaust að ég hafi verið að tala í símann í alvörunni og þeir voru þrír á móti mér einni.

Sektin er nú bara fimmþúsund - en ég fæ einn punkt sem ég er ósátt við.


Sumir eru Quizzandi út í eitt !

Ég hef aldrei skilið þetta quiz - hvað maður heitir á japönsku, hvenær maður deyr, hvaða eðalsteinn maður er ............. og ég veit ekki hvað og hvað.

já eitt enn - hvað foreldrar mínir hefðu átt að skíra mig ??? Til hvers ?? ´

Þvílíkt bull.

Og í ofanálag eru þessir vinir mínir sem eru quizzandi að dreifa upplýsingum um mig - úr mínum "prófíl".  Nú fer ég yfir "prófílinn" minn Blush Crying að vísu er ég ekki með nein leyndarmál þar - það er samt óþægilegt að upplýsingar um mann fari um víðan völl.


mbl.is Upplýsingum deilt á Fésbókinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband