Segi nú bara sæl allir saman á 17. júní - hef ekki verið á blogginu í einn og hálfan mánuð.
Fékk allt í einu nóg af öllu þessu neikvæða í þjóðarumræðunni. Það var bara neikvæð stjórnmálaumræða og niðurrif - lítið talað um allt það góða sem er í kringum okkur. Kannski hefur þetta breyst - á eftir að kanna landið, lesa bloggvini - svei mér þá ef ég hef ekki saknað sumra. Það er ekki það að ég sé svona rosaleg jákvæð alltaf - get t.d. tapað mér yfir olíufélögunum, bensínverðinu, samráðinu ..........
Fyrstu helgina í júní fór ég ásamt Kvennakór Hafnarfjarðar á Kórastefnu 2009 á Mývatni. Það var auðvitað æðisleg ferð - sungið og hlegið alla helgina. Set inn myndir bráðum. Margrét Bóasdóttir sem er listrænn stjórnandi Kórastefnunnar og skipuleggur þetta alltsaman á heiður skilið - þvílík perla sem hún er. Sungið var í Dimmuborgum, í jarðböðunum og í lokin voru tónleikar við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Ég held að ég hafi fengið vængi þegar ég söng "Drottinn er minn hirðir" með Sinfóníuhljómsveitinni og öllum konunum.
Myndin er af mér og nokkrum kórsystra minna í kokteilboði við lok Kórastefnunar á Mývatni.
Bara til að minna ykkur á, þá eru konur sem syngja í kvennakór skemmtilegar og bara gaman að vera með þeim.
Setti inn myndir af syninum Ívari en hann var kynnir á hátíðarhöldunum á Álftanesi, annað árið í röð.
Njótið dagsins elskurnar og munum eftir "knúsi dagsins"
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.6.2009 kl. 02:49
Velkomin aftur elska ;)
Aprílrós, 18.6.2009 kl. 21:15
Velkomin aftur vinkona, söknum þín alltaf hér á bloginu.
Sigríður Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.