Nú er ég tilbúin í rúmið.....

Áðan sat ég úti á svölum með kaffið mitt og horfði á norðurljósin dansa innan um stjörnurnar, nýkomin úr brennheitu freyðibaði með kertaljós og alles. Þvílík fegurð með sjávarniðinn í bakgrunni. Húsið okkar er bakhús og það er ekkert byggt fyrir aftan okkur - bara móinn og sjávarkamburinn. Það er bara ekki hægt að kvarta yfir neinu þegar maður hefur svona útsýni yfir snæviþaktann móann og náttúruundur á himninum.

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að norðurljósin væru ekki allstaðar í heiminum fyrr en Bretinn minn hann Craig (hennar Hjördísar minnar) sagðist aldrei hafa séð norðurljós. Hann er búin að ferðast út um allann heim drengurinn og hlakkaði svo til að sjá norðurljós þegar hann kom til Íslands.

Nú er ég sem sagt tilbúinn í rúmið með "skyndibita fyrir sálina" sem er besta bókin sem ég hef lesið - enda les ég hana afturábak og áfram. Svo sofnar maður jákvæður með norðurljósin dansandi í höfðinu.

Góða nótt allir mínir vinir Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Maðurinn minn er enskur og hafði aldrei séð norðurljósin fyrr en hér á Íslandi.  Hann var einmitt að koma inn úr göngutúr með hundana alltaf jafn heillaður að sjá þau

Þetta hljómar sem yndislegt kósí kvöld hjá þér.  Góða nótt

Auður Proppé, 3.2.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég elska Norðurljósin, ég hef því miður séð lítið af þeim í vetur.  En í fyrravetur sáust þau oft hérna á Nesinu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.2.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já norðurljósin eru æðislega falleg. Það er ekkert slor útsýnið sem þú hefur svona miða við lýsínguna. Útsýnið sem ég hef er út á Viðistaðartún.

Hafðu það sem best.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 15:51

4 Smámynd: Aprílrós

Ég misti af NOrðurljósunum í gærkvöldi, frétti að þau hafi verið alveg áberandi falleg ;)

Aprílrós, 4.2.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Maður verður bara þreyttur og fer að þrá að komast nýbaðaður upp í hreint rúm þegar maður les færsluna þína. Hljómar svo kósý.....

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 15:46

6 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Ef þetta er ekki gott fyrir sál og líkama að þá veit ég ekki hvað ! : )

Góða helgi.

Guðrún Una Jónsdóttir, 7.2.2009 kl. 18:38

7 Smámynd: Tiger

Þetta var skemmtileg færsla Sigrún. Norðurljósin eru dásamlega falleg og svo mikið gaman að horfa á þau dansa um allt. Satt, þú ert heppin að hafa gott útsýni í bak og fyrir - það er svo yndislegt að sjá eitthvað annað en bara aðra steypuklossa um allt.

Knús í sunnudaginn þinn ljúfan.

Tiger, 8.2.2009 kl. 15:40

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

notalegt hjá þér Sigrún mín

Hólmdís Hjartardóttir, 8.2.2009 kl. 20:24

9 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Yndislegt að lesa þetta...þá loksins ég kemst að í kompjúternum.  Er sjálf að róa með bjartsýninni þessa daga...sem ætíð...svolítið þyngri róður í kreppu en "góðæri"...en eigi að síður vel þess virði.  Komumst langt á bjartsýni og kímnigáfunni....og ekki spillir fegurð landsins okkar.

Sigríður Sigurðardóttir, 15.2.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband