....... eða hvað.
Ég fékk nýtt tæki lánað hjá Heyrnartækni - fæ að hafa það í viku til að prófa. Nýja heyrnartækið er með gervigreind og ég finn engan mun á því og gamla "ríkis"tækinu sem ég er búin að vera með í mörg ár. Tækið er stillt fyrir mig samkvæmt heyrnarmælingu - allt digital - plöggað við tölvu (hvenær verður hægt að plögga mér við tölvu og stilla mig uppá nýtt?)
Ég hef haft suð fyrir eyranu í mörg ár, en þegar heyrnin fór að dala og ég fékk mér heyrnartæki þá fór suðið. Um leið og ég set "ríkis"tækið í eyrað þá fer suðið. En með þessu 210 þúsund króna tæki með gervigreindinni þá helst suðið og víkur hvergi.
Samt ætla ég að prófa tækið í viku - fer á kóræfingu á morgun og það verður spennandi að vita hvernig það gengur með nýja tækið. Kannski er ég með of miklar væntingar! Ég enda svo kannski bara hjá "Ríkis"stöðinni (Heyrnar- og talmeinastöð Ríkisins) - þeir hafa svo sem reynst mér vel og eru aðeins ódýrari. En ég var til í að borga meira fyrir betri heyrnartæki.
Sjáum hvað setur - kannski þarf ég ekki neina gervigreind með nógu mikla fyrir!
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 14. nóvember 2008 | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það skítt ef suðið fer ekki með þessu líka dýratæki... það er bara pirrandi að vera með endalaust suð fyrir eyrunum...ég fæ suð og ýskur öðru hvoru.
En gangi þér vel með tækið.
Góða helgi elskuleg.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 14.11.2008 kl. 21:17
Er þá ekki bara gamla "ríkis" tækið málið?!
Skilaðu kveðju til gamalla kórfélaga á morgun!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 22:49
þú prófar þetta bara,,,,,,,,,,,,,,,,,gangi þér vel
Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 23:02
Gangi þér vel með nýja tækið, kannski þarf bara að stilla tíðnina aðeins svo það virki betur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:30
Gangi þér vel með nýja tækið, en já þetta er pirrandi ef suðið fer ekki, rétt eins og með nýju gleraugun mín,,,sé ekkert með þeim,,,ferlega spæld.
Góða helgi vinkona. ;)
Aprílrós, 15.11.2008 kl. 01:27
Stilla þig upp á nýtt??????? Nú tala ég bara fyrir mig sko......... en mér finnst þú bara frábær og einstök eins og þú ert.
Gangi þér annars vel með tækið yndislega kona
Tína, 15.11.2008 kl. 14:23
Ekki er það gæfulegt, vinkona. "Digitalseruð" (hér í gamla "digitalseruðum" við fólk með hjartsláttartruflanir), með gervigreind og bullandi grenjandi suð fyrir eyrum. Skila "Volvónum" og fá aftur ríkisrekna gamla Skódann" hefði amma heitinn sagt, og athuga hvort ekki suði eingöngu í heimilistækjunum eftirleiðis. Alltaf verra þegar "suðar í húsmæðrum" inni á heimilum, vill trufla svo sjónvarpsfréttirnar fyrir heimilisfeðrunum. Gervigreind...úúú....ekki líst mér heldur á hana....minnir óþægilega á "Arnold" hinn vel byggða í kvikmyndinni "Terminator"!
Vona samt að öllu gamni slepptu, að þú fáir tæki sem hæfi og að ekkisens suðið hverfi í golgrænan sjó í suðvestan roki.
Góða helgi, mín kæra.
Sigríður Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 16:51
Ja ekki eru þá gæðin mikil miðað við þetta verð ! Þú þarft auðvitað alls enga gerfigreind kona ! miklu meira en nóg sem þú hefur sjálf af orginal greind ..
Hafðu bara ríkistækið
(nú er inn að vera með heyrnartæki, Bubbi er kominn með svoleiðis hehe)
Ragnheiður , 15.11.2008 kl. 20:16
Ég held að ég láti bara yfirfara "ríkistækið" og hafi mína eigin greind.
Sigrún Óskars, 16.11.2008 kl. 00:06
Góðan daginn Sigrún og takk fyrir heimsóknirnar á síðuna mína.
Fólki virðist líka misjafnlega við nýju digital heyrnartækin, hjá sumum liggja þau bara niður í skúffu og fleiri hundruð þúsund farin.
Kannski þessi gömlu séu bara betri eftir allt saman. Gangi þér vel.
Guðrún Una Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.