Nú veit ég af hverju ég er svona hrukkótt......

.......ég kaupi alltof ódýr krem framan í mig.

Ég var að skoða Saga Shop bæklinginn og þar kostar krem í andlitið 12.500 og eitthvað meik á 11.900. Maður spyr sig; kaupir þetta einhver? Það hlýtur að vera annars væru flugfreyjurnar ekki að selja þetta.

Kannski virkar þetta - ég veit það alla vega ekki, því mín andlitskrem kosta svo mikið mikið minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aldrei í lífinu myndi ég kaupa svona dýrt krem.....fer helst ekki yfir þúsund kallinn.....samt er ág svona falleg eins og þú ert nú líka dúllan mín

Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Það er okur í íslensku flugvélunum, ég mæli með L orial kremum sem að fást á þokkalegu verði, og eru góð.

Heiður Helgadóttir, 2.11.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Aprílrós

Ég nota nú bara Nivea úr Bónus kostar milli 6-700 kr. Annars reyni ég að fá mér Volare rakakremið í stóru dósinni og kostar rúmar 3000 kr,

Aprílrós, 2.11.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Fyrr má nú aldeilis fyrrvera okrið á einni dollu....og fyrir þetta verð þá ætti þetta að virka.

En það er bara svo að ódýru kremin þau virka betur en þau dýru. Ég nota Nivea visage og það eru mjög góð krem, kosta lítið.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:41

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Stelpur, mín krem eru einmitt oftast frá Nivea - bara ágætiskrem.

Ég er sammála þér Guðrún, ódýru kremin virka bara betur, enda maður er að borga fyrir flottari dollu, flottari umbúðir og eitthvert nafn. Og ef þessi krem mundu virka eins og þau eiga að gera skv. auglýsingum þá væru þetta lyf og ekki nokkur sæist með hrukku framan í sér.

Sigrún Óskars, 2.11.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Tína

Eru hrukkur ekki bara af hínu góða? Þær sýna hvað ég brosi mikið og að ég hef upplifað margt.

Annars nota ég bara þetta ódýra líka. Sko ekkert að þeim kremum.

Knús á þig fallega kona.

Tína, 3.11.2008 kl. 13:25

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sigrún mín, mér var gefið eitthvert "rándýrt andlitskrem" með 10 síðna leiðbeiningabæklingi, þar sem 4 fjölluðu um hvernig "ætti að GEYMA kremið"!  Það er núna í eggjahillunni í ísskápnum, vafið inn í bómull, með minidúnsæng í nákvæmlega 2 og hálfa gráðu hitastigi...... og ég hef ekki munað eftir að nota það nema einu sinni í þessa 11 mánuði sem ég hef átt það.  Hins vegar búin með 2 dósir af Nivea í millitíðinni....

Sigríður Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 20:02

8 identicon

Blessuð Sigrún mín!

Bara að kíkja inn og segja "halló"

Hafðu það gott,

kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 14:05

9 Smámynd: Tiger

Uss, ég nota aldrei krem ...  og ég er alveg kolhurkkóttur!

Annars veit ég að móðir mín blessuð notar aldrei andlitskrem, notar kalt kranavatn á sig alla daga og er varla með eina hrukku - að verða sjötug!

Ég kaupi rakspíra í fríhöfninni - 100 ml á sama verði og ég kaupi 50ml hér heima..  ótrúlegt hvað snyrtiframleiðendur eða seljendur leggja mikið á vörur sem eru oft lífsnauðsynjar .. eða þannig!

Knús og kreist á þig Sigrún mín!

Tiger, 5.11.2008 kl. 14:17

10 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 22:38

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

,,,,,,,,,,,,,sit á minni einu hrukku

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 20:47

12 Smámynd: Sigrún Óskars

gott, Hólmdís 

Sigrún Óskars, 7.11.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband