það klæðir mig svo illa að vera í kulda - ætti að búa í heitu löndunum!

Þessi kuldi hentar mér illa; hárið verður rafmagnað, vöðvabólgan gusast af stað, húðin verður þurr ............ alla vega klæðir mig betur að vera þar sem heitt er - enda ætla ég að búa hinum megin við miðbaug á veturnar þegar ég er orðin "stór". En nóg af væli og kvarti - það eru að koma jól eftir nokkrar vikur og jóladótið komið í búðir. það kemur að því að ég geti laumað einu og einu jólaljósi - mér finnst svo æðislegt að kveikja á jólaljósum. Allt jóla eitthvað finnst mér æðislegt.

Mín bara komin í jólastuð, allavega er jólavinnuskýrslan á leiðinni og þá veit ég hvernig ég er að vinna um hátíðarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Elskan mín............... veturinn er bara e-ð tímavilltur og það verður komið sumar í mars!! Víttu til.

Vonandi ertu ekki að vinna það mikið um jólin að þú fáir ekki notið þeirra sem skyldi.

Knús á þig duglega kona

Tína, 28.10.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég ætla að flytja til Ítalíu þegar ég er orðin stór!  Kannski neyðumst við til að flytja fyrr

Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Aprílrós

Mér finst voða notalegt að hafa ljósin, buin að setja séríur í gang inni hjá mér. set ekki í gluggana strax.

Eigðu ljúfan dag. ;)

Aprílrós, 28.10.2008 kl. 16:08

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Oooooo..jóla-allt er svo dúllulegt.  Búin að fara í Europreis og versla slatta af ódýrum kertum og svo smávegis af jólakertum í Rúmfatalagernum.....vita allir að þessar verslanir eru komnar í Grafarvoginn-Korputorg?  Grúví!

Sigríður Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já tími jólaljósana er í start-holunum.

knús knús.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:46

6 Smámynd: Tiger

 Ussuss .. ég er sko alveg sama jólabarnið! Ég elska allt sem tengist jólunum og líkt og þú - vil ég kveikja á sem flestum jólaljósunum. Minn er bara að bíða eftir því að geta afsakað upp einhver jólaljós sko ..

Knús og kreist í jólaskapið Sigrún mín .. hafðu það ljúft!

Tiger, 29.10.2008 kl. 16:25

7 identicon

Risabloggvinaknús á þig, Sigrún mín! Kærar þakkir fyrir að taka við mér sem bloggvin, mér er sannur heiður að því!!!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:04

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk sömuleiðis Ásdís

Sigrún Óskars, 2.11.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband