Hvað er mannauður? Er það auður maður eða maður með auð?

Ég er öryggistrúnaðarmaður á minni deild og sæki námskeið sem er í boði fyrir öryggistrúnaðarmenn á LSH. Þar hef ég m.a. komist að því hvað skrifstofa mannauðsmála er að gera.

Ég hef haft fordóma gagnvart þessu orði því ég skil það ekki. Mannauður - mannauðsstjórnun - mannauðs þetta og mannauðs hitt......  Framkoma yfirmanna spítalans hefur ekki gefið tilefni til þess að maður sé einhver mannauður og ég hef ekki séð neina mannauðsstjórnun - alla vega nær þessi stefna ekki niður á gólf þar sem ég er að vinna.

En núna sé ég að þau á skrifstofu mannauðsmála eru fáliðuð og eru að gera ýmislegt fyrir okkur starfsfólkið, þótt við höfum ekki hugmynd um það. Nefnum sem dæmi heilbrigðisviðtal við hjúkrunarfræðinga, sem allir nýráðnir og allir nemar fara í. Það er líka til stuðningsteymi þar sem maður getur pantað sér tíma ef eitthvað hefur komið uppá hjá manni - í vinnunni eða bara heima. Þetta vissi ég ekki um en er búið að vera til í mörg ár.  Eins er með starfsmanna-sjúkraþjálfara, sem hægt er að panta á deildina til að fara yfir vinnuaðstöðu og fleira.

Nú þarf maður bara að halda að maður sé mannauður og notfæra sér þessa þjónustu - hún er alla vega í boði fyrir mannauðinn.

En að öllu gamni slepptu þá þarf að auglýsa þetta og koma þessu á framfæri við fólkið á gólfinu - ætli það sé ekki bara í mínum verkahring.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Guð ekki veit ég ;)

Gangi þér vel að finna út úr þvi , láttu okkur svo vita hvað það er ;)

Aprílrós, 27.10.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ætli það sé ekki ódýrara að halda þessu leyndu?

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 02:06

3 Smámynd: Tína

Ertu búin að finna út úr þessu? Er alveg klár á að þú eigir eftir að standa þig snilldarlega í þessu sem öðru. Enda tútta af guðs náð.

Kramknús á þig skotta

Tína, 27.10.2008 kl. 08:23

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Jeminn er til skrifstofa mannauðsmála?  Hér á Íslandi?  Þetta hlýtur að vera "leynilegasta" skrifstofa litla Fróns frá upphafi.  Og hvar er hún til húsa?

Sigríður Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband