........eru einhverjir - það hlýtur að vera því allir eiga að hætta að reykja. Maður dettur sko hreint ekkert um þessa kosti í fljótu bragði. Ég lít ekkert betur út, er ekki hressari eða hraustari. Mér er sagt að maður fær betra útlit eftir einhverja mánuði, en hefur maður þolinmæði til að bíða?
Ég er búin að vera hætt í 6 vikur, bara skratti dugleg.
Ég hef sparað rúmlega 25.000 kr.
Ég er ekki angandi af sígarettulykt
Ég stjórna mér sjálf, ekki nikótínfíknin
Þetta eru plúsarnir sem ég sé við að vera hætt - ef einhver er með fleiri kosti þá má segja mér frá þeim.
Reyklausar kveðjur frá mér
Flokkur: Dægurmál | Sunnudagur, 12. október 2008 (breytt kl. 15:20) | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með 6 vikurnar. ;)
Aprílrós, 12.10.2008 kl. 15:19
Til hamingju með þessar 6 vikur, dugleg ertu...(ég nenni ekki að leggja þetta á mig)....takk fyrir commentið...
Svanhildur Karlsdóttir, 12.10.2008 kl. 21:13
Frábær árangur, meiri en ,,non-smokerar" gera sér grein fyrir. Aðalatriðið er þó það að þú ræður för, ekki nikótínið eða aðrir
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:09
Til hamingju með þetta og veistu að þetta verður bara betra og betra.
Einar Örn Einarsson, 12.10.2008 kl. 23:47
Til hamingju með 6 vikurnar. Ég náði 2 mánuðum síðast, en ég sprakk núna í febrúar. En þetta kemur hjá mér næst. Haltu áfram að vera svona dugleg.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:15
Hrikalega er ég stolt af þér stelpa!!!!! Ætli það endi ekki á því að ég taki þig til fyrirmyndar? Who knows
Knús á þig duglega kona
Tína, 13.10.2008 kl. 07:44
Flott hjá þér. Haltu ótrauð áfram. Þetta er frelsi. Ég reykti í 15 ár en tók mig á og hætti fyrir 12 árum. Yndislegt að vera laus við þetta eitur.
Guðrún Una Jónsdóttir, 13.10.2008 kl. 12:31
Ég sé aðallega frelsið, líka vegna þess að maður reykir ekki hvar sem er núna - "ætli ég geti kveikt mér í sígó hérna" - "eða þarf ég að fara þangað?".
Svo verð ég alltaf svo fegin þegar ég finn sígarettulykt af öðrum - það minnir mig á að ég angaði svona á meðan ég reykti.
Þið eruð öll frábær - þið stappið í mig stálinu - takk
Sigrún Óskars, 13.10.2008 kl. 12:53
áfram stelpa
Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2008 kl. 20:46
þessir þrír kostir eru bara nógu stórkostlegir kostir til þess að sjá að það er þess virði að vera hætt. til lukku með 6 vikurnar. knúús frá Ísafirði
Sigrún Sigurðardóttir, 14.10.2008 kl. 12:40
Svona þér til huggunar, þá er einn kollega okkar á mínum vinnustað á svipuðum slóðum og þú í nikotinafeitrun. Hún hefur bætt á sig 3 kílóum á síðustu vikum, er nýstaðin upp úr einni verstu flensu sem hún hefur lent í, og er enn að vakan kófsveitt á næturnar og "laaanga svo". Er svo baugótt af svefntruflunum er hún mætir í vinnuna. Karl minn hins vegar hefur verið laus í hartnær 3 ár. Sefur nú eins og steinn, ilmar bara karlmannlega, engin fíla af honum lengur, er hættur að fá 3 daga kvefið sitt reglulega, þar sem hann lá bakk uppi í rúmi með hita og nefrennsli, morgunhóstinn horfinn, sléttst hefur úr hrukkum í andliti hans, hárið ekki lengur matt og líflaust eftir aðeins dagsvinnu. Svo ástandið mun batna, Sigrún.
Keep up the good work.
Sigríður Sigurðardóttir, 16.10.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.