Hvaða fugl er þetta?

Er þetta hrossagaukur? Þessi fugl var í garðinum mínum þegar ég vaknaði í morgun. Er með rendur og bakinu og uppá haus og ljósan botn. Hann er aðeins stærri en hrossagaukur.

Þegar starrarnir komu í morgunmat, þá setti þessi rassinn upp og hausinn niður - einhverskonar varnarstelling. Hann breiddi út stélið (varð eins og blævængur).

Svo setur hann bara hausinn aftur á bak og leggur sig.

Veit einhver hvort þetta sé hrossagaukur eða hvað. Svo finnst mér hann ætti að vera farin til heitu landanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Víst er þetta hrossagaukur - kannski stór eftir þetta indæla sumar.

En þeir fara seint og sumir fara ekki. Nú eru ýmsir farfuglar seinir á ferðinni, ég gekk fram á lóuhóp í Eyjafirði um síðustu helgi og reynda allnokkra jaðrakana líka.

Valdimar (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Já, ég held líka að þetta sé Hrossagaukur.  Án þess að ég hafi nokkurt vit á því. 

Varð bara aðeins að leggja orð í belg.

En það er gaman Sigrún mín að það skuli vera fuglalíf í kringum þig.  Eftir að rjúpurnar mínar fóru til fjalla þá er ekki mikið líf í kringum mig. 

En bráðum kemur betri tíð.

Knús á þig.

Þórhildur Daðadóttir, 5.10.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, Sigrún mín betra að hafa Hrossagauka í kringum sig, en sjö ára skvísur að berjast um dót, eða að kvelja köttinn.  Þessar tvær sem vísiteruðu djásnið í dag, báðar "ákveðnar" og stórar í skapinu....svo djásnið flúði fram þegar bardagar brutust út á milli þeirra ákveðnu.

Sigríður Sigurðardóttir, 5.10.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

stór hrossagaukur

Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2008 kl. 17:21

5 Smámynd: Tiger

 Ég er nú ekki góður í fuglafræðum - en mér sýnist þetta bara vera púta, sko hæna. Neinei .. bara hef ekki hugmynd en sannarlega sýnist þetta vera hrossagaukur. Knús á þig Sigrún mín og hafðu ljúfa viku framundan!

Tiger, 6.10.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Tína

Halló sætust. Þetta myndi ég segja að væri hrossagaukur (ekki að ég sé að leggja neitt nýtt til málanna hérna). Ekki leiðinlegt að vera með svona í garðinum hjá sér og falleg er myndin.

Kram og knús á þig krútta

Tína, 10.10.2008 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband