Í dag eru 27 ár síðan ég og sá fimmtugi giftum okkur. Hann var auðvitað ekki fimmtugur þá, var á fermingaraldri, alla vega samkvæmt brúðarmyndunum. Við vorum eins og fermingarbörn - við vorum svo ung og sæt - nú erum við bara sæt.
Þegar ég var 14 ára þá fluttum við í tvíbýli, á efri hæðina. Á neðri hæðinni var einhver gæi, létt hallærislegur en sæmilega skemmtilegur. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta gæinn sem ég giftist. Pabbi striddi mér nú á þessu: Ef ég hefði keypt íbúð í blokk, værir þú þá ennþá að velja þér mannsefni? Eða - einsgott að ég keypti ekki einbýlishús - þá mundir þú pipra!
En ég átti sem sagt foreldra "uppi" og tengdaforeldra "niðri". Börnin áttu afa og ömmu "uppi" og afa og ömmu "niðri". Þetta var mjög patent - tvær heimsóknir - ein ferð.
Ég var sko heppinn að ná í þennan gæja, hann hefur reynst vel; ég veit nákvæmlega hvar hann setur skítugu sokkana, get gengið að honum vísum við tölvuna og veit að hann þvær ekki klósettið. Hann elskar mig eins og ég er og ég elska hann eins og hann er. Taka skal fram að til að búa með mér þarf einstakan mann og það er akkúrtat þessi fimmtugi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 8. ágúst 2008 | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehehehe.....svipað mannsefni hérna megin....svona miða við upptalningu... hann elskar mig eins og ég er og ég þarf aldrei að leita að honum því ég veit alltaf hvar hann er...en hann hefur þurft að leita að mér þar sem ég er ekki alltaf á sama stað.. hahahaha.....en hann ryksugar...
Til lukku með mannsefni esssgan og góða helgi. Kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:57
Hólmdís Hjartardóttir, 8.8.2008 kl. 12:04
Yndæl færsla , til hamingu með daginn. Ég sit hér og brosi hringinn yfir þessu.
Kær kveðja úr framhúsinu
Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 12:44
Til hamingju með daginn. Minn er enn að leita að mér hahaha.
Góða helgi.
Guðrún Ing
Aprílrós, 8.8.2008 kl. 14:58
Innilegar hamingjuóskir með daginn. Yndislegt að sjá hve ástin hefur enst vel og dafnað í ykkar hjónabandi. Ekki allir jafn lánsamir.
Þú kemur inn á eitt af lykilatriðum slíkrar velgengni, þ.e að virða maka sinn eins og hann er, kosti hans og galla. Hjónaband á ekki að snúast um að ,,ala hinn aðilan upp" heldru gagnkvæma virðingu, trúnað, vináttu og traust þannig að báðir aðilar nái að blómstra
Njótið vel og hafið það sem best
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 16:29
Til hamingju með daginn, þú fannst réttan mann, gott að hann var svona ungur, hann var ekki búinn að læra svo marga ósiði.
Heiður Helgadóttir, 8.8.2008 kl. 16:59
Innilega til hamingju, Sigrún.
Heppin að hafa fluttst í blokk , ég bjó í einbýlishúsi og fann ekki minn mann fyrr en á fertugsaldri.
Frábær færsla.
Sigríður Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 14:08
Innilegar hamingjuóskir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 22:37
Blessuð! Er þetta þú?! Þú skrifaðir athugasemd við færslu á blogginu hjá mér og ég náttúrulega, eins og maður gerir, fór að skoða bloggið hjá þér. Þá kemst ég að því að við sungum saman í Kvennakór Hafnarfjarðar!
Æ, þetta er sniðugt!
Kær kveðja til þín
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:40
Ps. Ætlaði nú að láta fljóta með innilegar hamingjuóskir með brúðkaupsafmælið!
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:44
Innlitskvitt Sigrún, eigðu góðan sunnudagkveðjur
Heiður Helgadóttir, 10.8.2008 kl. 08:29
Inga María, 10.8.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.