Er komin heim í heiðardalinn!

Ég og feðgarnir erum komin heim eftir hálfs mánaðar hringferð um landið. Höfðum meðferðis gott veður allann tímann ásamt lukku og velgengni. Höfðum pantað gistingu fyrirfram, bændagistingu, sem var alltaf til fyrirmyndar og ekki dýr. Við vorum í 6 daga á Illugastöðum í Fnjóskadal í þvílíku Spánarveðri að við þurftum að kæla heitapottinn til að geta kælt okkur í honum.  Á eftir að segja betur frá ferðinni, sem var bara skemmtileg og setja inn myndir.

Það er alltaf gott að koma heim eftir velheppnað ferðalag. Húsið tók vel á móti okkur, enda höfðu Guðrún mágkona og Securitas passað það vel. Hlakka svo bara til að rótast í garðinum á morgun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Velkomin heim aftur...alltaf æðislegt þegar ferðarlög heppnast svona vel...;D hafðu það gott og góða helgi. Kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.8.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Vertu velkomin heim! Því þó að það sé gott og gaman að fara í ferðalag, þá er nú alltaf gott að koma heim aftur.

Þórhildur Daðadóttir, 2.8.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

velkomin heim, Fnjóskadalurinn er skemmtilegur

Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Aprílrós

Velkomin heim. Gaman að ferðast en en gott að koma heim.

Kveðja Guðrún Ing 

Aprílrós, 4.8.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband