Mín að fara í sumarfrí - loksins!

Á morgun er síðasti vinnudagur fyrir sumarfrí - jibbí jei! Það er sko kominn tími á mína að fara í frí. Annars er ég að telja dagana þangað til Elskulegi flakkarinn minn kemur heim - 11. ágúst. Hún er búin að þræða Asíu - eða réttara sagt búin að hjóla um Asíu síðan í janúar. Það er svoooo langt síðan ég sá hana og gat knúsað hana, en nú styttist óðum. Bretinn kemur með henni, en þau eru saman á þessu flakki, sem betur fer. Mér finnst betra að hún sé ekki ein - líður einhvernveginn betur að hafa þau saman. Núna eru þau á Mekong sléttunum; sjá www.hvarerdisa.com

Ég get sagt ykkur að ég ætla bara að hafa það gott í fríinu, komin með glæpasögur (P. Cornwell) og hef fullt að prjóna. Kaffihúsin, bækurnar, prjónarnir, kókosbollurnar og góða veðrið   - allt handan við hornið - fyrir mig. Svo eru feðgarnir líka í fríi. Er annað hægt en að vera hamingjusamur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Vúhú við verðum saman í fríi þá, ég vinn mið fim og föstudag á stöðinni og er svo komin í frí frá því en bíllinn gefur ekkert sumarfrí þetta árið en ég ætla samt að reyna að hafa vit á að vera einn og einn góðviðrisdag í fríi og reyna að gera eitthvað í þessum villigarði mínum

Ragnheiður , 14.7.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Njóttu til hins ítrasta

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

njóttu

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband