Þvílíkt veður....

sól og logn á Álftanesinu í kvöld. Var úti í garði að lakka steina og hlustaði á malið í sjónum. Einstaka kría flaug yfir og söng fyrir mig. Þetta er sko bara æðislegt.

Sá gamli á afmæli í dag.  Ég setti afmælisgjöfina hans út á kantstein fyrir framan hús og kortið á miðja stéttina svo hann sæi það þegar hann kæmi heim úr vinnunni.  Átti ekki pappír utan um gjöfina; rosaflottur álfur sem liggur með hendur fyrir aftan haus. Ekki það að sá gamli sé eitthvað álfs-legur, langt í frá, en hann liggur stundum svona makindalega.  

Í fréttum er þetta helst að tveir froskar voru gefnir saman. Það þurfti að halda þeim meðan á athöfninni stóð og þegar þeim var sleppt þá syntu þeir í sitthvora áttina. Meira að segja myndband af athöfninni. Þetta eru fréttirnar á mbl.is -  ætli það sé gúrkutíð?

Svo í lokin; til hamingju kollegar með úrslit kosninganna. Þetta sýnir að við viljum ekki yfirvinnu, viljum almennilegt fastakaup. Nú stöndum við saman - ekki spurning.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Afmæliskveðja yfir.

Mér finnst ástæða til að óska til hamingju með þennan fína árangur ykkur hjúkrunarfræðinganna, samstaðan er frábær

Takk fyrir emailið, þetta passaði auðvitað hjá þér.

Ragnheiður , 24.6.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Enga yfirvinnu takk

Hólmdís Hjartardóttir, 24.6.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Til hammó með gamla....;)ég var sjálf í afmælisveislu í dag, já mútta mín á afmæli....;)

Já þetta er búið að vera æðislegir dagar undanfarið og það á að vera svona áfram skilst mér....;) knús og kram á þig úr firðinum. Kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 01:21

4 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með kallinn ;)

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 24.6.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband