Tæknimaðurinn á Dylan var að leira!

Já, ég segi það satt hann var með bláan leir og mótaði hann annaðhvort í lófanum eða var að teygja hann tvist og bast. Inn á milli teygði hann úr sér, geyspaði og skoðaði svo símann sinn. Kannski var hann að eyða sms skilaboðum eða að senda sms - veit ekki. En allavega fór ég og sá fimmtugi á Dylan og ég sá ekki neitt. Sá fimmtugi er yfir einn og níutíu svo hann sá - ég horfði bara á tæknimanninn. Musikin hjá Dylan er auðvitað bara fín en ég hefði viljað sjá eitthvað. Sem betur fer borgaði ég ekki miðann - sá fimmtugi fékk frímiða.

Harði diskurinn í tölvunni minni krassaði um helgina og er ég hálf vængbrotin. Það eru að vísu 3 aðrar borðvélar á heimilinu og ein fartölva, sem ég get notað á meðan - en mín vél er best. Maður er bara háður þessu apparati. En það er aðallega pósturinn minn sem ég sakna, það eru engin gögn önnur að viti. Kannski getur tölvunördið á heimilinu náð einhverju af þessum pósti til baka - hver veit - hann er svo ótrúlega flínkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Ég lenti einu sinni í því að harði diskurinn hrundi hjá mér.  Það var hræðilegt!!  Hafðist reyndar að bjarga myndunum af frumburðinum, enda var mér s.s. sama um allt annað.  Núna sét ég allar myndir á disk jafnóðum og tek afrit af öllum mikilvægum gögnum. 

Maður lærir ekki nema af harði reynslu.   

Þórhildur Daðadóttir, 27.5.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband