Migreni - hvað er til ráða?

Ef einhver veit ráð við migreni þá eru þau ráð vel þegin. Lá uppí sófa með sólgleraugu í allann gærdag. Tók allskonar sortir af verkjalyfjum og ekkert dugði. Ég þykist vita hvað "triggerar" migrenið mitt, sem er nýkomið til sögunar (fæ migreni á gamals aldri). Súkkulaði, skelfiskur, stress, of lítill og of mikill svefn eru mínir triggerar. PLÍS ef einhver hefur ráð ................

Mér finnst sumarið vera komið, vill fara setja niður sumarblóm og alles - svo koma fréttir: Næturfrost fyrir austan og kólnandi fyrir sunnan. Hvað er þetta? Er ég á undan veðurfræðingunum eða hvað? Kannski eitthvað bráðlæti í mér, það er samt allt orðið svo grænt og fallegt. Bíð eitthvað með sumarblómin fram að næstu helgi - ekki lengur.

Góða helgi allir saman - með vor og sól í hjarta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sema Erla Serdar

Pills-Pills-Pills..

Nei annars þá hef ég prófað öll svokölluð mígrenislyf sem kosta allt upp í 1000krónur taflan en hef komist að því að Parkodín virka oftast best. Svo uppgötvaði ég líka Treo (freyðitöflur) um daginn og þær virkja fjandi vel (sumum verður þó óglatt af þeim)

Sema Erla Serdar, 16.5.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Erna

Sæl Sigrún, ég get mælt með Naprosyn. Sérfræðingur sem ég leitaði til út af migreni lét mig fá þessar töflur og þær virkuðu vel á mitt slæma mígreni. Ég er nú sem betur fer að mestu laus við mígreniköst í dag, sennilega hefur þetta elst af mér sem betur fer. Treo virkar líka vel hjá sumum. Góðan bata.

Erna, 16.5.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Úff, ég þekki bév.... migrenið af eigin raun. Meðferðarúrræðin duga misvel á fólk. 

Það eina sem dugði hjá mér í ,,den" voru hrein og klár migrenilyf. Fæ heldur vægari köst í dag og dugar þá að öllu jöfnu parkódín.Kódeinið virðist virka best

Hef reynt held ég allt sem hægt er að fá, þ.m.t. naproxen án árangurs. Miramax er það lyf sem svínvirkar hjá dóttur minni en best er að taka það um leið og kastið gerir vart við sig og endurtaka eftir 30 mín, minnir mig.

Vonandi er heilsan á uppleið

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 00:46

4 Smámynd: Söngfuglinn

já Treo hef ég heyrt að virki vel. Svo á ég hrikalega gott Miranda's vöðvagel. Allavega hætti dóttir mín sem er með MS að taka verkjarlyf við verkjum í fótum eftir að hún kynntist þessu geli Ef þú hefur áhug vertu þá í bandi.

8463393

Söngfuglinn, 17.5.2008 kl. 05:00

5 identicon

Sæl ég rakst inná bloggið þitt og sá að þú átt við mígrenisvandamál að stríða og ég hreinlega varð að kommenta þar sem ég er með mjög slæmt mígreni!

ég tek lyf sem heitir imigran radis og það virðist vera það eina sem virkar á mig, svo er ég að fara í nálastungur einu sinni í viku og það hjálpar líka til.

annars vona ég að þú finnir eitthvað sem virkar þar sem þetta er alveg hreint óþolandi!

kv. Hulda Rún:)

Hulda Rún (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk fyrir ráðin stelpur.

Sigrún Óskars, 18.5.2008 kl. 14:03

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Imigran hjálpar mörgum.  Hef einnig heyrt að nálarstungur og svæðanudd geti virkað vel.  En hef þetta bara frá múttu, hún er mígrenissjúklingurinn í minni ætt.

Sigríður Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband