Eða eru þeir að hugsa eitthvað? Karlinn á gráa jeppanum sem átti leið inní Reykjavík um leið og ég í morgun var að hugsa um eitthvað allt annað en aksturinn. Hann hreinlega stjórnaði umferðinni - keyrði á sínum hraða VINSTRA megin og ekki leið að komast framúr honum. Þegar hann kom að gatnamótum kringlumýrarbraut / miklabraut þá færði hann sig yfir á hægri. Alla leiðina í gegnum Garðabæ og Kópavog þá var löng röð fyrir aftan hann og bíllinn sem var næst honum lét hann vita að hann ætti að færa sig - flautaði og sikk saxaði fyrir aftan hann. Þvílíkt hvað svona ökumenn fara í taugarnar á mér. Kunna þeir ekki umferðareglurnar - maður fer framúr á vinstri. Svona karlar hugsa ekki lengra en fermingarbróðirinn nær - enda nær hann (fermingarbróðirinn) ekki fram fyrir húddið á bílnum.
Ef ég legg snemma af stað á morgnanna, þá er umferðin lítil sem engin og ég get keyrt á mínum hraða (sem er kannski of hraður). Það verður sko passað uppá það að fara snemma af stað.
Flokkur: Dægurmál | Fimmtudagur, 8. maí 2008 (breytt kl. 17:21) | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það að aka hægt á vinstri akrein, sem er sérstaklega ætluð hraðari umferð, er bara leikur við "manninn með ljáinn". Margir að taka ótrúlega sjensa til að komast fram úr. Fyrir utan allan pirringin sem aðrir rólegri, byggja upp út í þann hægfara.
Eigðu góða Hvítasunnuhelgi.
Sigríður Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 18:40
Ohh.. ég er svo sammála þér Sigrún, ég þoli ekki bílstjóra sem hanga í fyrsta gír í umferðinni á vitlausri akrein. Leiðin á milli hfj og rvk á annatíma er ótrúlega pirrandi og leiðinleg.. knús á þig Ljúfan og eigðu góðan dag á morgun.
Tiger, 9.5.2008 kl. 03:52
Óþolandi svona kappar. Þeir eru svona sjálfskipaðar löggur, þykjast keyra á toppleyfilegum hraða og enginn eigi neitt með að fara hraðar.
Ragnheiður , 9.5.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.