Þeir eru ekki vanir að plata mig, ég er bara spæld af því ég hef ekki séð neina kríu. Hún er ekki vön að koma svona snemma. En ég er búin að sjá alla hina fuglana, þetta er mest spennandi við vorið - það er þegar fuglarnir koma og fuglasöngurinn byrjar. Það kemur stundum gæsa par í garðinn á kvöldin og leggur sig í miðjum garðinum. Annar fuglinn er á verði á meðan hinn setur hausinn undir væng og sefur. Við höldum að karlfuglinn sé á verðinum, hann er stærri - erum samt ekki viss. Það er endalaust hægt að horfa á þessa fugla, alla fuglanna þótt krían sé tignarlegust af þeim öllum. Tjaldurinn er samt í uppáhaldi.
Vorið er sem sagt komið í alvörunni fyrst krían er komin. Ég hlýt að sjá kríuna bráðum eins og feðgarnir.
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er alltaf jafn gaman
Hólmdís Hjartardóttir, 3.5.2008 kl. 22:35
Ég hef ekki séð kríu ennþá en gæsirnar og allt annað. Það er kallinn sem stendur svona spertur yfir kerlu sinni og passar hana voða vel.
Ég er ekki hrifin af kríunni samt.
Kveðja í bakhúsið
Ragnheiður , 4.5.2008 kl. 21:00
Brá mér í fyrravor niður á eiðið út í Geldinganes. Blíðuveður, síðdegis. Allt í einu kom hópur af fuglum, er flugu fimlega en fremur lágt austan að. Við mæðgurnar horfðum hugfangnar á þá nálgast. Svo kom fyrsta "krííí-ið" og þá gat ég frætt dótturina um að nú væri loks krían komin. Þreytulegar voru þær á fluginu, en einbeittar, og flugu beina leið yfir Viðeyna og svo áfram til höfuðborgarinnar.
Krían flottur fugl á flugi, og alltaf gott að vita af þessum langferðalöngum komna til landsins.
Sunarkveðjur til þín.
Sigríður Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 08:09
Ég hef nú ekki ennþá gefið mér tíma til að skoða sumarfuglana - en ég hef þó heyrt eitthvað í þeim. Hef þó ekki tekið eftir kríuhljóðinu. Krían er óendanlega nett og fíngerð og svo hrikalega fallegur fugl. Mitt uppáhald er þó alltaf Örninn.. knús á þig Sigrún mín og eigðu yndislegan dag!
Tiger, 7.5.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.