Þegar yfirmenn eru óvinir starfsfólksins!

Það er mjög sérstakt þegar enginn trúnaður ríkir á milli yfirmanna og undirmanna á vinnustað. Hvar gerist það annarstaðar en hjá ríkisbatteríinu? Forstjórar LSH hafa ekki komið vel fram við skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga, vaðið yfir okkur á skítugum skónum og sagt ósatt trekk í trekk í fjölmiðlum til að koma einhverju höggi á okkur. Við erum vondi kallinn. Þau vita ekki hvað er að gerast í alvörunni, reyna ekki að skilja það.

Þótt ég hafi dregið uppsögn mína til baka þá er ég ekki ánægð. Mér finnst framkoma yfirmanna þvílík að ég er miður mín. En vinnan við skurðhjúkrun er skemmtileg og ég er búin að mennta mig til slíkra starfa - þess vegna held ég áfram. En að vera niðurlægð svona af yfirmönnum er eitthvað sem ég á erfitt með að sætta mig við. Í þeirra sporum segði ég af mér NÚNA.

Næsta haust verður ráðinn nýr forstjóri og ef Björn Zöega verður ráðinn þá er eitthvað mikið að.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hver skyldi verða forstjóri???

Hólmdís Hjartardóttir, 1.5.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég hugsaði þetta einmitt, Sigrún, þegar fréttir bárust af því að samið hefði verið á elleftu stundu. Eflaust eru margir sem ganga aftur til starfa með þessa tilfinningu í brjóstinu. Það hefur orðið alger trúnaðarbrestur og það var eiginlega ekki á ástandið á LSH bætandi. Virðingarleysi stjórnenda við ykkur skurðhjúkrunarfræðinga OG OKKUR ÖLL, er gífurlegt.

Það er hins vegar gott mál, að bæði Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga hafa komið MJÖG ILLA út úr þessu máli í fjölmiðlum. Kannski fer loksins einhver að sjá það, að þetta fólk er ekki hæft til stjórnunar.

Við sátum nokkuð mörg af starfsfólki slysadeildarinnar og horfðum á Önnu Stefánsdóttur tjá sig um deiluna í fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi. Það var vægast sagt pínlegt að horfa á hana, og margar háðsglósurnar og hláturrokurnar sem heyrðust inni á kaffistofu okkar, í garð stjórnenda LSH.

Ég er hins vegar mjög glöð að þið ætlið að starfa áfram, og óska ykkur til hamingju með að lending hafi náðst í málinu, þótt framkoma þeirra Önnu og Björns sé til að gubba yfir. Við vorum mörg orðin ansi kvíðin næstu dögum og vikum, það hefði ekki verið á álag annarra starfsmanna bætandi, að ekki hefði verið hægt að koma sjúklingum í aðgerðir á viðeigandi tímum, svo ég tali nú ekki um hvernig þetta snýr að sjúklingunum sjálfum.

Baráttukveðjur! Ég bið að heilsa upp á skurðstofur!!

Lilja G. Bolladóttir, 1.5.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mér finnst þið hafa sýnt fádæma styrk og samheldni. Núverandi stjórnendur hafa hins vegar misst allan trúverðugleika, á því er enginn vafi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er erfitt að vinna undir slíkri stjórn og við þessar aðstæður.  Vona að næsti forstjóri verði trúverðugri en reikna má fastlega með því að sú ráðning verði pólitsísk og spítalinn orðin hlutafélag í einhverri mynd, því miður.

Ég tel að þið hafið brugðisr hárrétt við, það hefði ekki komið sterkt út ef þið hefðuð ekki dregið til baka uppsagnirnar eftir útspil ráðherra en staðan hlýtur að vera erfið og andrúmsloftið rafmagnað. Vonandi mun það lagast á næstunni, teymin ykkar eru frábær og það starf sem þið vinnið er ólýsanlega gott og falgegt, að mínu mati.

Gangi ykkur sem allra best í viðræðunum, ég hef þá trú að við kollegarnir stöndum allir á bak við ykkur.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Gott að fá ykkur inn aftur til starfa, Sigrún.  Er erfitt að standa í svona baráttu, en þið stóðuð ykkur vel.  Samastaða er bara gott mál. og svínvirkar.  Anna Stefánsd.....mamma mía!

Sigríður Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 19:07

5 Smámynd: Tiger

Sigrún mín, ég er sammála þér að það er mikið að þegar ekkert eða lítið traust er á milli yfirmanna og starfsmanna. Gangi þér vel og þið eigið stuðning minn óskiptan.

Tiger, 3.5.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband