Frábært landsmót á Hornafirði

Ég á varla orð til að lýsa landsmótinu á Hornafirði um helgina. Kvennakórinn á Hornafirði á sko hrós skilið fyrir frábæra skipulagningu og hlýjar móttökur. Það gekk allt vel og tímasetningar voru uppá punkt og prik - geri aðrir betur. Maður söng og skemmti sér alla helgina með frábærum konum, en alls voru 13 kvennakórar saman komnir á landsmótinu. Að syngja með öllum þessum konum ásamt hljómsveit færir mann á æðra plan - þvílík upplifun. Allar konurnar (yfir 300 konur) sungu saman fjögur lög ásamt hljómsveitinni, þar á meðal var frumflutt lag eftir Þóru Marteinsdóttur. Okkur var skipt í fjóra hópa, maður gat valið og ég valdi hóp sem æfði rithmyska tónlist, þar á meðal lag eftir Bob Marley og var það Gróa Hreinsdóttir sem stjórnaði. Hún er svo skemmtileg og kenndi mér margt.

En nú þarf að athuga með ræðunámskeið, það er ekki hægt að vera svona nervös þegar maður þarf að tala fyrir framan fólk. Ég gat alveg talað, setti mikrafón á hausinn á mér og stóð mig bara sæmilega eftir atvikum (var betri en þingmaðurinn, sem gekk úr púltinu í miðri jómfrúarræðu). Hefði viljað vera öruggari og klárari. En ég gerði þetta og lifði af.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband