Gleðilegt sumar allir nær og fjær með þakklæti fyrir veturinn.
Í fyrramálið leggjum við í kvennakór Hafnarfjarðar af stað á landsmót íslenskra kvennakóra á Höfn í Hornafirði. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma í keyrsluna, þurfum að stoppa í sjoppum til að kaupa nammi, pissa og svo videre. Hann Þormar bílstjóri sér um að koma okkur á leiðarenda, eins og hann hefur gert í mörg ár - er bara bestur.
Þetta landsmót er haldið á þriggja ára fresti og það vorum við í Hafnarfirði sem héldum síðasta landsmót 2003. Það er alltaf gaman á landsmótunum, konur koma saman með tvö markmið: að syngja saman og skemmta sér saman. Það verða um 400 konur saman komnar á Höfn um helgina - bærinn sem sagt fullur af flottum konum. En það er einn hængur á þessu landsmóti - ég þarf að standa frammi fyrir samkomunni og ávarpa konurnar, þar sem ég er formaður Gígjunnar, sem eru landssamtök íslenskra kvennakóra. Ég er með smá hnút í maganum en ég held samt að ég komist lifandi frá þessu (annars kemur dánartilkynning í Mbl eftir helgi).
Best að byrja að pakka og að telja mér trú um að ég sé bara góður ræðumaður.
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar. Þú rúllar þessu upp
Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 16:27
Gleðilegt sumar mín kæra. Og þú reddar þessu landsmóti að sjálfsögðu. Minn kór kemur ekki og þar með ekki ég. Frekar fúl yfir því. En maður fær víst ekki öllu ráðið. Góða skemmtun og farið vel með raddböndin...
Söngfuglinn, 24.4.2008 kl. 19:16
Þú rúllar þessu upp..engar áhyggjur. Góða skemmtun
Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 20:05
Góða skemmtum. Þú átt eftir að brillera. Verður allavega aldrei verri en þingmenn að halda "jómfrúarræður"...æææ, nú var ég nastý!
Sigríður Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 17:51
Frábært að syngja sig inn í sumarið. Njóttu vel og eigðu yndislega helgi Sigrún mín.
Tiger, 26.4.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.