Góð þjónusta hjá Ríkis-stöðinni (Heyrnar og talmeinastöð Íslands)

Sem betur fer er ég búin að fá heyrnartækið mitt úr viðgerð. Það þurfti að skipta um mikrafón í tækinu. En þar sem ég er óvinnufær án heyrnartækis, þá fékk ég lánað annað og þvílíkur munur að vera með sitt eigið eða annara manna. En ég heyrði með þessu lánstæki og það var nóg.  Þetta tæki var samt stillt fyrir mig en mitt tæki er bara það besta og mitt eigin. (kannski eins og fá lánaðar tennur, til að geta tuggið). Heyrnar- og talmeinastöðin hefur alltaf verið með góða þjónustu og m.a. lánað manni tæki, sem aðrir gera ekki. Samt langar mig nú að huga að nýju, maður verður víst að endurnýja reglulega. Þau eru bara svo dýr, kosta svona ca 80 - 90 þúsund og þar sem ég hef "of góða heyrn" á hinu eyranu þá þarf ég að borga hverja krónu í þessu tæki. Tryggingastofnun er alltaf að setja nýjar og nýjar reglur. Fyrst þegar ég fékk heyrnartæki þá borgaði Tryggingastofnun hluta af því, en síðustu tæki hef ég borgað allt sjálf, plús 24,5% virðisaukaskatt sem ríkið tekur af heyrnartækjum. (það er sami skattur á gleraugum og augnlinskum). Skrítið að borga lúxus-skatt af hlutum sem maður verður að hafa til að geta t.d. unnið og tekið þátt í lífinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er náttlega bara fíflalegt að þurfa að borga skatt af slíkum hlutum. Vinkona mín átti nærsýnt barn, hún borgaði gleraugun að fullu. Ég átti stráka með sjónskekkju og fékk helmings niðurgreiðslu...hvað sanngirni er í því ?

Ragnheiður , 7.3.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir krummabrauðið segir Keli -Hann er farinn að stelast í brauðið sem þú gafst krumma...það mætti halda að þessi hundrass fengi engan mat heima hjá sér

Ragnheiður , 7.3.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Verði honum Kela bara að góðu! Hann gerir ekkert af sér í mínum garði þefar bara af slóðinni eftir mogga-hundinn (og fær sér brauð), Mogga-hundurinn hleypur alltaf inní garðinn minn á morgnanna - kannski þetta sé tík.

Sigrún Óskars, 7.3.2008 kl. 19:12

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei engin sanngirni í þessu. Getur þú ekki fengið styrk hjá BHMR?

Hólmdís Hjartardóttir, 7.3.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Það eru oft æði skondnar reglurnar hjá TR. Ég vann í mörg sumur á sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar Ríkisins, þar sem við sáum um að borga læknreikninga og svo ýmsar endurgreiðslur. Ég man að eitt sinn kom kona, sem hafði lent í því að týna hárkollunni sinni - (ég held að hárkollan hafi fokið af höfðinu á henni). Hún var stödd um borð í Norrænu, og af því að hún var um borð í skipi, sem sagt ekki í neinu LANDI þegar þetta gerðist, þá fékk hún ekki neitt. Ísland gat ekki borgað þar sem þetta gerðist ekki á Íslandi , og Ísland gat heldur ekki borgað og rukkað neitt land um neinn pening, (í krafti samnorrænu sjúkratrygginga-laganna), svo aumingja konan labbaði út án þess að fá neitt, hárkollulaus.....

Það er heldur ekki gaman að vera ríkisstarfsmaður, sem þarf að hlíta reglum, og þurfa að útskýra svona hluti fyrir fólki. Hluti sem eru með öllu óskiljanlegir og bjóða bara upp á það, að fólk ljúgi sig í kringum kerfið. Ríkisstarfsmenn fá oft skítkast fyrir hluti sem þeir verða að segja, en sem þeir ráða nákvæmlega engu um - en svo er auðvitað hitt annað mál, hvers konar viðmót þessir ríkisstarfsmenn hafa. Og ég held að það skipti oft miklu, þegar maður hugsar um hvort viðskiptavinurinn gengur fúll út eða minna fúll. Því maður er eiginlega alltaf fúll þegar maður gengur út úr ríkisstofnun!!!

Lilja G. Bolladóttir, 8.3.2008 kl. 19:54

6 Smámynd: Tiger

 Uss.. alls staðar er ríkið að pota puttunum. Vasar okkar eru hvergi hultir gegn þeim. Ótrúlegt að tryggingastofnun borgi bara ekki fyrir svona nauðsynlega hluti eins og þú segir, sem eru til að maður geti verið virkur í þjóðfélaginu í vinnu og slíkt... knús á þig og eigðu góðan sunnudag.

Tiger, 9.3.2008 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband