Færsluflokkur: Bækur

Góð þjónusta hjá Ríkis-stöðinni (Heyrnar og talmeinastöð Íslands)

Sem betur fer er ég búin að fá heyrnartækið mitt úr viðgerð. Það þurfti að skipta um mikrafón í tækinu. En þar sem ég er óvinnufær án heyrnartækis, þá fékk ég lánað annað og þvílíkur munur að vera með sitt eigið eða annara manna. En ég heyrði með þessu lánstæki og það var nóg.  Þetta tæki var samt stillt fyrir mig en mitt tæki er bara það besta og mitt eigin. (kannski eins og fá lánaðar tennur, til að geta tuggið). Heyrnar- og talmeinastöðin hefur alltaf verið með góða þjónustu og m.a. lánað manni tæki, sem aðrir gera ekki. Samt langar mig nú að huga að nýju, maður verður víst að endurnýja reglulega. Þau eru bara svo dýr, kosta svona ca 80 - 90 þúsund og þar sem ég hef "of góða heyrn" á hinu eyranu þá þarf ég að borga hverja krónu í þessu tæki. Tryggingastofnun er alltaf að setja nýjar og nýjar reglur. Fyrst þegar ég fékk heyrnartæki þá borgaði Tryggingastofnun hluta af því, en síðustu tæki hef ég borgað allt sjálf, plús 24,5% virðisaukaskatt sem ríkið tekur af heyrnartækjum. (það er sami skattur á gleraugum og augnlinskum). Skrítið að borga lúxus-skatt af hlutum sem maður verður að hafa til að geta t.d. unnið og tekið þátt í lífinu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband