Bensínverð hefur LÆKKAÐ um 10% í dag - nema á Íslandi þar hækkar það

Nú þurfa olíukóngarnir að svara fyrir þessa verðhækkun, ekki spurning. Síðan í desember hefur dollarinn hækkað úr 122 kr. í 129 kr. og verð á olíutunnunni hefur LÆKKAÐ úr 44,5$ í 33,7$. Þannig að dæmið gengur ekki upp. 

Olíutunnan kostar 4347,3 ísl.kr. í dag en í desember s.l. kostaði hún  5,429 ísl.kr.

Skilur einhver hvers vegna bensínverð hækkar á Íslandi? Ekki ég Devil

Hvar er talsmaður neytenda? Og hvar er samkeppnisráð? Skeljungur og N1 hækka í dag - nota þeir sömu formúluna? Hækkar Olís þá í kvöld eða á morgun.

Við þurfum ekki þrjár stórar olíustöðvar með allri þessari yfirbyggingu. Þetta er rán og ekkert annað Bandit

Nú verðum við að segja STOPP.


mbl.is Verð á eldsneyti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er ríkið sem er að hirða af þér núna

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 19:32

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Hólmdís, er ríkið að leggja aukaálögur á bensínið? Af hverju hækkar Olís ekki?

Sigrún Óskars, 15.1.2009 kl. 19:37

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Nú er Olís búið að hækka líka

Sigrún Óskars, 15.1.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Þetta eru bara okur-búllur...og þeir vita það að fólk kemst ekkert án þess að bílar þeirra fái sitt bensín. Þess vegna hækka þeir þegar þeim dettur í hug. En það er spurning hvort fólk ætti ekki bara að leggja bílum sínum og taka strætó. Ég vorkenni fólki ekkert að taka þann farskjóta.... Ekkert illa meint... Svo er það líka miklu ódýrara.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:56

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Einhversstaðar er verið að mata krókinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:57

6 Smámynd: Aprílrós

Þetta er brjálæði . Ég skil þetta ekki .

Aprílrós, 18.1.2009 kl. 15:13

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Það var "góðæri" og bensín-og olíuverð hækkaði jafnt og þétt...svo kom kreppa og bensín- og olíuverð héldu áfram að rísa í hæstu hæðir....olía lækkar á heimsmörkuðum...en ekki uppi á Litla Fróni.  Eftir hvaða  "markaðslögmáli" fara olíufélögin á litla Fróni eiginlega???

  Strafsmaður á Esso eða Olís eða...osfr.: "Heyrðu stjóri við erum aftur búnir með skeinið"

 Stjórinn: "Andskotinn, ég sem var nýbúinn að kaupa inn 50 rúllur!  Veistu hvað þetta er dýrt mað'r?  Jæja, farðu og náðu í eins og 100 rúllur af skeini, ég hækka bara olíuverðið um 2 krónur í vikunni, og málið er "dautt"

  Er þetta máske svona sem þetta virkar hjá olíufélögunum?

Sigríður Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband