Hver á sætið í bæjarstjórninni? Er kosið eftir flokkakerfi eða eru einstaklingar kosnir?

Mér finnst alltaf jafn skrítin þessi pólitík...... ekki bara pólitíkin í Garðinum.

Það er kosið eftir "flokkakerfi" þ.e. maður kýs flokk og stefnu hans, þótt auðvitað hafa einstaklingarnir í flokknum áhrif. En þegar fólkið í flokknum er komið í stjórn - er það þá óbundið flokknum? Getur bara farið í hvaða flokk sem er?

Á ekki "flokkurinn" sætið í bæjarstjórn - eða er það manneskjan sem var í flokknum????

Það væri mjög fróðlegt að sjá hvar í lögum það stendur að einstaklingurinn "eigi" sætið, hvort sem það er í bæjarstjórnum eða á Alþingi. 

Ég hef oft velt þessu fyrir mér og ég tek það fram að ég þekki ekkert pólitíkina á Garðinum.


mbl.is Pólitík hefur skemmt skólastarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst þetta voða asnalegt. Mér finnst að þegar fólk ákveður til dæmis að hætta í flokk þá eigi það að víkja af þingi og varamaður að taka við

Ragnheiður , 18.5.2012 kl. 03:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

gæti ekki verið meira sammála

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2012 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband